Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
28.3.2008 | 12:24
síðasti dagurinn í dag
and im loving it!!!!
Grýlugleði 2008 á laugardaginn... eintóm gleði og ætla mætti búast við smá þynnku á sunnudaginn bara smá sko...
ein heima um helgina - kallinn að fara á Liverpool - Everton, langar smá með og Sölva mínum líka. Við tökum eina familí fóbó ferð svona einhvern tíman á næsta tímabili, er það ekki bara...
jæja hef ekkert að segja... farin á Rizzo að kveðja með stelpunum... vuhúúúúú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 15:41
Þetta finnst mér æði
ég vona að þeir haldi þessu áfram til 8 í kvöld... og byrji aftur í fyrramálið... húrra fyrir þeim
Vörubílstjórar stöðva umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.3.2008 | 13:07
mogginn getur ekki logið
stjörnuspáin mín í dag er svohljóðandi
*Þú kemst að sannleikanum. Og veist nákvæmlega hvert skal halda þaðan. Þú slærð í gegn á hógværan hátt en langtíma áhrif verða meiriháttar*
ég ætla að taka þessu eins og þetta eigi við nýju vinnuna mína sem ég mun byrja í á þriðjudaginn.. hoho mar er svo sniðugur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 10:04
yndislegum páskum lokið
jisús hvað mér finnst páskaegg góð -
Sölvi fékk 5 páskaegg. Eitt nr 7, eitt númer 9, tvö númer 5 og eitt númer 4 svona kanski aðeins of mikið af því góða -
mikið gert um páskana, gerði mjög góða tilraun í að fara á skíði en þar sem ég á ekki skíði og ekki sölvi heldur þá ætluðum við að leigja okkur - eftir 40 mín.bið í röð kom í ljós að skíði fyrir krakka voru búin og því fórum við í smá fíluferð - sko bara smá. það sem bjargaði þessum degi og eiginlega bara öllum öðrum dögum framvegis var mómentið þegar vésteinn datt ég hef ALDREI...ALDREI NOKKURN TÍMAN séð jafn fyndið á ævinni. við vorum að fara aftur að bílastæðunum með nestið okkar og svona. hann setti á sig skíðin, tók einn skíðastaf og setti nestistöskuna á bakið og brunaði af stað ...sko mega kúl. svo þegar hann var að bruna framhjá miðasöluröðinni þá bara svona flýgur skíðið af honum og hann dettur alveg hrikalega fyrir framan alla. nestistaskan flýgur eitthvað langt í burtu og allt upp úr henni og í henni var sko mega nesti, bananar, rúgbrauð, kryddkvarnir og krúsir með mjólk í (sko tengdamamma sýndi gífurlegan metnað í nestisgerð) og þarna var kallinn eins og hálfviti með eitt skíði, bananarnir við hliðin á, rúgbrauðið og kryddið í kringum hann og ég skellihlæjandi upp á hól. gat ekki hreyft mig sko vegna hláturs og svo allir í röðinni líka skellihlæjandi. ohhh ég gæfi svo mikið fyrir að eiga þetta á teipi.... þetta var bjútífúl....
hahaha.. ég er enn hlæjandi.
laugardagurinn var tekinn á Flúðum hjá múttu, hún nýkomin frá US & A og þar fengum við þessu stórfenglegu bbq rif - fórum í gönguferð með lillu sys sem er algjör rúsína. var alltaf að spyrja mig hvort ég vildi koma í Brats gönguferð hversu sætt er það!
ég er allavega búin að borða nóg um páskana, bæði mat og annað ógeð. ég er samt ekki með voðalegt samviskubit yfir því þar sem ég æfði svakalega vel nema páskadaginn þá tók ég mér frí.
húrra fyrir mér... þarf að skutla inn myndum á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2008 | 15:17
vöðvamiklir gaurar eða púffgaurar
fór í sund í gær, nett gaman. er orðin algjör sundstelpa
í heita pottinum var svona ágætlega massaður gaur, ekkert svakalega en hafði þó nokkuð af vöðvum. hann sneri sér við og setti bakið í fésið á mér. ekkert nema útúrbólaður annskoti og þær allar hálf fjólubláar. ég veit ekki betur en að eitt af einkennum steranotkunar séu miklar bólur sem allajafna verða fjólubláar.... ojjjjjbara
en hvað fær fólk í að nota stera. ef þú vilt verða eins óíþróttamannslegur og þú getur, þá notaru stera.... hvernig er hægt að fagna fyrsta sæti í vaxtarækt, lyftingum eða hvaða íþrótt sem er þegar þú veist að þú ert búin troða í þig ólöglegum efnum skil ekki svona....
svo finnst mér alltaf jafn gaman að strákum og reyndar sumum stelpum sem labba með hendurnar út í loftið að því þeir eru svo massaðir, þetta eru púffgaurarnir/púffstelpurnar.. ha???? fólk getur haft hendurnar niðri þó það stundi lyftingar sko..... sumir hafa efni á þessu (mjög fáir reyndar) en aðrir ekki.
Gleðilega páska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2008 | 09:26
óheppni :(
tölvan að krassa enn eina ferðina - en í þetta skiptið er það frekar pirrandi þar sem ekki var hægt að bjarga neinu sem var á tölvunni. Öll skólagögnin horfin og allar myndirnar mínar... alveg ömurlegt að missa það tvennt.....
ég veit ekki alveg hvort ég á að láta þetta vera afsökun í að kaupa mér nýja tölvu - á maður ekki bara að vera nægjusamur eins og ég gerði með tottuna mína gömlu... ég keyrði þá hvítu dúllu alveg þangað til hún dó á hraðbrautinni! ætli ég geri ekki það sama með dellið...
sölvi er í páskafríi og þá þarf maður að byrja að pússla því saman hvort maður komist í vinnuna eða ekki. mjög gott að eiga svona yndislega tengdaforeldra þar sem annar er kennari og hinn skólastjóri og þau í fríi ... livesavers best að fara að venja þau við svo maður getur nú unnið eitthvað í sumar.. hihi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 13:57
mín fyrsta færsla
óákveðni er eitthvað sem hefur hrjáð mig frá byrjun lífs... ég veit aldrei hvort ég er að koma eða fara - vakna eða sofna - tala eða hlæja.
það gerist allt á milljón í hausnum hjá mér... margir hugsa um hvað þeir eru að fara að gera á eftir eða á morgun. ég geri það líka en í millitíðinni er ég einnig að hugsa lærdóminn, hvaða æfingar skulu vera teknar og hvenær, hvort ég eigi að fara á æfingu eða sleppa, hvort ég eigi að byrja að fara út að labba eða byrja að æfa dans- já og svo kemur allt í einu upp í kollinum á mér.. já hmmm ég ætti kanski að athuga hvort ég komist inn í læknisfræðina... uhhh ha??
svona er þetta eilíf barátta við sjálfan mig og óákveðni mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Minns kíkir oft hér
Heilsófríks
- World Class æfingastöðin
- Fitnesssíða
Stuðboltar
- Uppáhaldspíurnar mínar stuð að eilífu!!!!