Leita í fréttum mbl.is

yndislegum páskum lokið

jisús hvað mér finnst páskaegg góð - Tounge

Sölvi fékk 5 páskaegg. Eitt nr 7, eitt númer 9, tvö númer 5 og eitt númer 4 svona kanski aðeins of mikið af því góða -

mikið gert um páskana, gerði mjög góða tilraun í að fara á skíði en þar sem ég á ekki skíði og ekki sölvi heldur þá ætluðum við að leigja okkur - eftir 40 mín.bið í röð kom í ljós að skíði fyrir krakka voru búin og því fórum við í smá fíluferð - sko bara smá. það sem bjargaði þessum degi og eiginlega bara öllum öðrum dögum framvegis var mómentið þegar vésteinn datt LoL ég hef ALDREI...ALDREI NOKKURN TÍMAN séð jafn fyndið á ævinni. við vorum að fara aftur að bílastæðunum með nestið okkar og svona. hann setti á sig skíðin, tók einn skíðastaf og setti nestistöskuna á bakið og brunaði af stað ...sko mega kúl. svo þegar hann var að bruna framhjá miðasöluröðinni þá bara svona flýgur skíðið af honum og hann dettur alveg hrikalega fyrir framan alla. nestistaskan flýgur eitthvað langt í burtu og allt upp úr henni og í henni var sko mega nesti, bananar, rúgbrauð, kryddkvarnir og krúsir með mjólk í  (sko tengdamamma sýndi gífurlegan metnað í nestisgerð) og þarna var kallinn eins og hálfviti með eitt skíði, bananarnir við hliðin á, rúgbrauðið og kryddið í kringum hann og ég skellihlæjandi upp á hól. gat ekki hreyft mig sko vegna hláturs og svo allir í röðinni líka skellihlæjandi. Grin  ohhh ég gæfi svo mikið fyrir að eiga þetta á teipi.... þetta var bjútífúl....

hahaha.. ég er enn hlæjandi.

laugardagurinn var tekinn á Flúðum hjá múttu, hún nýkomin frá US & A og þar fengum við þessu stórfenglegu bbq rif - fórum í gönguferð með lillu sys sem er algjör rúsína. var alltaf að spyrja mig hvort ég vildi koma í Brats gönguferð Gasp hversu sætt er það!

ég er allavega búin að borða nóg um páskana, bæði mat og annað ógeð. ég er samt  ekki með voðalegt samviskubit yfir því þar sem ég æfði svakalega vel nema páskadaginn þá tók ég mér frí.

húrra fyrir mér... þarf að skutla inn myndum á eftir.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á skíðum skemmti ég mér tralallala......................  Vésarinn kann að skemmta mannskapnum!

Sennah (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:15

2 identicon

Það er ég viss um að hann Vésteinn hefur sett þetta á svið fyrir þig og mannskapinn. Hann er svo sniðugur drengurinn að það er óhugnanlegt. "Ist det, das met today" toppar samt fátt. Já eins og ég sagði í fyrra kommenti mínu þá sér hann til þess að allir góni á eftir honum, skellihlæjandi. Við Sennah fylgjumst gaumgæfilega með ykkur úr Vesturbænum.

Nerak (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:12

3 identicon

Hva! á ekkert að blogga?

Nerak (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 12:09

4 identicon

Hei, þetta er skemmtilegt!

Sídnyrb (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 12:32

5 identicon

hahaha... já þetta var alveg hreint óborgaranlegt. Ég hefði viljað hverfa á þessari stundu. Og mómentið á eftir að þurfa að tína allt nestið aftur ofan í körfuna var hrikalegt.

En þetta var samt algjör snilld

Vésteinn (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kolbrún Hanna Jónasdóttir
Kolbrún Hanna Jónasdóttir

ung en alveg að verða gömul, reykjavíkurmær, móðir, kópavogsbúi, lítil liverpool stelpa, vinur vina minna,  

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband